Björn og Omar voru fulltrúar félaganna á fundinum fyrir mót. Mynd: Heimasíða mótsins

Evrópumót landsliða hófst í gær í Ulcinj í Svartfjallalandi. Tvær íslenskar sveitir taka þátt. Íslandsmeistararar Víkingaklúbbsins og Taflfélag Reykjavíkur. Alls taka 66 klúbbar þátt í opna flokknum. TR hefur 20. sterkasta liðið miðað við skákstig en Víkingar það 44. sterkasta.

TR vann 4-2 sigur á ítölsku liði í fyrstu umferð. Mohammed Ezat, Margeir Pétursson og Ingvar Þór Jóhannesson unnu sínar skákir. Andstæðingur Ingvars féll í byrjunagildru og var í raun með tapað tafl eftir 8 leiki, langfyrstur allra í salnum!

Víkingaklúbburinn sleinlá gegn tékknesku taflfélagi ½-5½.

Önnur umferð fer fram í dag. Þá tefla TR-ingar við annan ítalskan klúbb. Sá er miklu sterkari en sá sem þeir mættu í gær. Sá fjórði sterkasti sem tekur þátt. Evrópumeistarinn í skák, Ivan Saric (2650), er aðeins á fjórða borði. Verður erfitt verkefni.

Víkingar mæta danska félaginu Hilleröd og verða að teljast töluvert sigurstranglegri. Sigurður Ingason kemur inn fyrir Gunnar Frey Rúnarsson.

- Auglýsing -