Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 3.-4. desember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða þriðjudagskvöldið 3. desember klukkan 19:30 og síðustu fjórar verða miðvikudagskvöldið 4. desember klukkan 19:30. Fyrri hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts. Atskákmót Reykjavíkur hefur undanfarið verið haldið af Skákfélaginu Hugin, og þar áður Helli, en að þessu sinni mun TR sjá um mótahaldið. Þess má geta að hér áður fyrr var mótið haldið af TR, en það var haldið fyrst árið 1992. Mótið er öllum opið. Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Tómas Björnsson. Atskákmeistarar Reykjavíkur frá upphafi

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur

Þáttökugjöld:

Fullorðnir: 3000 kr. 17 ára og yngri: 1500 kr. Stórmeistarar borga ekki þáttökugjöld.

Verðlaun:

1. 30.000.-
2. 20.000.-
3. 10.000.-
Efstur u2000 (atskákstig): Bókaverðlaun

- Auglýsing -