Miðbæjarskák í samstarfi við Bíó Paradís kynna til leiks níu umferða hraðskákmót opið öllum sem mun fara fram sunnudaginn 15. desember, daginn eftir Friðriksmótið/Íslandsmótið í hraðskák.

Skákstjóri verður fjöllistamaðurinn Arnljótur Sigurðsson og dómarar Róbert Lagerman (yfirdómari), Arnar Ingi Njarðarson og Héðinn Briem. Aðrar helstu upplýsingar má finna á smekklegu plakati mótsins, hannað af Þórði Grímssyni. Allir koma þeir að skipulagningu mótsins ásamt undirrituðum og Gauta Páli Jónssyni. Verðlaun verða kynnt þegar nær dregur.

Forskráning fer fram á meðfylgjandi tengli svo skipuleggjendur fái grófa hugmynd af þátttakendafjölda (pláss fyrir sirka 50 manns): https://forms.gle/jgK4nTAaQratumYT9

Keppendalistann má finna á chess-results (uppfært á 1-2 daga fresti): https://chess-results.com/tnr495846.aspx?lan=1&turdet=YES

Skráning verður einnig á staðnum kl. 12:30-12:55 og hefst mótið stundvíslega á slaginu 13:00 í kjölfarið.

Með kveðju og von um ríka þátttöku,

Elvar Örn Hjaltason,

formaður, fyrir hönd Menningarfélagsins Miðbæjarskákar

- Auglýsing -