Sigga, Liss,, Tinna, Hrund, Lenka, Jóhanna og Gulla á síðustu æfingunni fyrir ferðina til Prag.

Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann verður liðsstjóri liðsins á ólympíuskákmótinu sem fram fer í Moskvu í ágúst nk. og mun undirbúa og velja liðið sem þangað fer. Skáksambandið býður Áskeli, sem er þrautreyndar þjálfari og hefur farið margoft á ólympíuskákmót sem liðsstjóri og fararstjóri, hjartanlega velkominn til starfa! Birni Ívari Karlssyni eru þökkuð frábær störf en hefur verið liðsstjóri síðan á ólympíuskákmótinu 2016.

Áskell Örn Kárason nýr landsliðþjálfari kvenna.

Langt ferðalag kvennalandsliðsins hófst í gær

Sjö skákkonur taka þátt í alþjóðlegu skákmóti sem hefst á Prag á morgun. Ferðalagið hófst heldur fyrr en áætlað var því fluginu sem átti að vera kl. 7:40 í morgun var flýtt til 00:30 vegna óveðurs. Stelpnanna bíður því 12 tíma bið í Amsterdam áður en haldið er til Prag. Í Amsterdam nýttu þær aukatímann vel og hittu Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur, sem var stödd þar!

Lenka, Halla og Hrund í Amsterdam rétt áðan!

Á alþjóðlega mótinu í Prag tefla eftirtaldar: Lenka Ptácníková (2076), Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1929), Lisseth Acevedo Mendez (1864), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1859), Hrund Hauksdóttir (1835) og Sigríður Björg Helgadóttir (1659). Þjálfari stelpnanna í Prag verður Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskólans. Þess má geta að Lisseth getur nú teflt fyrir Íslands hönd.

Skák.is mun að sjálfsögðu fylgjast vel með mótinu.

Framundan eru svo margvíslega verkefni hjá íslenskum skákkonum. Flestar stelpnanna tefla á Skákhátíð MótX og/eða Skákþingi Reykjavíkur og framundan er Íslandsmót kvenna sem hefst í Garðabæ í lok febrúar.

Þjálfari og liðsstjóri liðsins í opnum flokki verður Ingvar Þór Jóhannesson.

- Auglýsing -