Sigga og Liss við upphaf fjórðu umferðar. Mynd: Jóhanna Björg.

Fjórir vinningar af sjö mögulegum komu í hús í fjórðu umferð Prague Open sem fram fór í gær í höfuðborg Tékklands. Lenka Ptácníková (2076), Lisseth Acevedo Mendez (1864) og Hrund Hauksdóttir (1835) unnu allar en Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1929) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1859) gerðu jafntefli. Aðrar skákir töpuðust.

Lenka hefur 2½ vinning, Liss er með 2 vinninga, Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958), sem hefur teflt við mun stigahærri andstæðinga í öllum umferðum hefur 1½ vinning. Það hafa líka Jóhanna Björg og Tinna Kristín. Sigríður Björg Helgadóttir (1659) og Hrund hafa 1 vinning.

Bræðurnir Josef (1097) og Adam Omarssynir (1241) töpuðu báðir í gær. Josef hefur 2½ vinning en Adam hefur 1 vinning.

Fimmta umferð fer fram í dag.

- Auglýsing -