Stemming í Sjávarvík. Áhorfendur komast býsna nærri keppendum. Mynd: Alina l'Ami/Tata Steel Chess.

Það var fjör í annarri umferð Tata Steel-mótsins í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í gær. Alls lauk fjórum skákum af sjö með sigri stjórnanda hvíta mannanna en öðrum skákum lauk með jafntefli. Þar með talið skák Yu Yangyi (2726) og Magnúsar Carlsen (2872).

Úrslit 2. umferðar

Dubov, Daniil – Kovalev, Vladislav 1-0
Duda, Jan-Krzysztof – Firouzja, Alireza ½-½
Artemiev, Vladislav – Vitiugov, Nikita 1-0
So, Wesley – Anand, Viswanathan 1-0
Giri, Anish – Caruana, Fabiano ½-½
Yu, Yangyi – Carlsen, Magnus ½-½
Xiong, Jeffery – Van Foreest, Jorden 1-0

Fimm skákmenn eru efstir og jafnir með 1½ eftir umferðirnar tvær. Magnús er í 6.-10. sæti með 1 vinning. Heimsmeistarinn mætir Jeffrey Xiong (2712), sem er einn forystumannanna, í dag

Sjá nánar á Chess.com.

Staðan:

Fimm skákmenn eru einnig efstir og jafnir í b-flokkinum.

- Auglýsing -