Aleksandra Goryachkina jafnaði metin í fimmtu skákinni. Mynd: Lewis Liu/FIDE.

Það er jafnt í hálfleik í heimsmeistaraeinvígi kvenna. Fyrstu sex skákirnar voru tefldar í Shanghæ í Kína en einvígið flyst nú til Vladivostok í Rússlandi.

Aleksandra Goryachkina (2578) jafnaði metin með sigri í fimmtu skákinni en þeirri sjöttu lauk með jafntefli í morgun.

Smá pása er nú í einvíginu enda langt ferðlag framundan hjá skákkonunum. Sjöunda skákin fer fram þann 16. janúar nk.

Nánar um einvígið á Chess.com.

- Auglýsing -