Í Prag Landsliðshópur kvenna, frá vinstri: Lisseth Acevedo, Hrund Hauksdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Sigríður Björg Helgadóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. — Morgunblaðið/Helgi Ólafssson

Það gengur ágætlega á hjá landsliðskonunum okkar í Prag. Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958) og Lenka Ptácníková (2076) eru efstir þeirra með 1½ vinning eftir 3 umferðir. Guðlaug gerði sitt þriðja jafntefli gegn titilhafa og mun stigahærri andstæðing í gær.

Tinna Kristín Finnbogadóttir (1859) og Lisseth Acevedo Mendez (1864) komust á blað í gær sigrum. Þær hafa 1 vinning ásamt þeim Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1929) og Sigríði Björg Helgadóttur (1659). Hrund Hauksdóttir (1835) er enn ekki komin í blað.

Helgi Ólafsson er þjálfari stelpnana.

Josef Omarsson (1097), sonur Lenku og Omars Salama, hefur sérdeilis byrjað vel í b-flokknum og vann í gær Bandaríkjamanninn Clifton Ford (1803). Hefur 2½ vinning þrátt fyrir að hafa teflt við mun stigahærri skákmenn í öllum umferðum.

- Auglýsing -