Giri og Carlsen gerðu jafntefli í fyrstu umferð. Mynd: Alina L'Ami/Tata Steel Chess

Tata Steel mótið hófst í gær í Sjávarvík (Wijk aan Zee). Mótið þar er ávallt skemmtileg blanda af sterkustu skákmönnum heims í bland við unga og efnilega. Hefur í gegnum tíðina verið langskemmtielgasta ofurskákmótið.

Fjórtán skákmenn tefla í aðalmótinu.

Tit Nafn Land Stig
GM Carlsen, Magnus NOR 2872 1
GM Caruana, Fabiano USA 2822 2
GM Giri, Anish NED 2768 9
GM So, Wesley USA 2765 10
GM Anand, Viswanathan IND 2758 14
GM Duda, Jan-Krzysztof POL 2758 15
GM Vitiugov, Nikita RUS 2747 19
GM Artemiev, Vladislav RUS 2731 23
GM Yu, Yangyi CHN 2726 25
GM Firouzja, Alireza FID 2723 27
GM Xiong, Jeffery USA 2712 33
GM Dubov, Daniil RUS 2683 53
GM Kovalev, Vladislav BLR 2660 82
GM Van Foreest, Jorden NED 2644 110

 

Í fyrstu umferð lauk 5 skákum af 7 með jafntefli. Sá stigalægsti í flokknum, heimamaðurinn, Jorden Van Foreest (2644), vann Kínverjann Yu Yangyi (2726) og Íraninn ungi, Alireza Firouzja (2723) vann Hvít-Rússann Vladislav Kovalev (2660). Magnús Carlsen (2872) komst ekkert áleiðis gegn vini sínum Anish Giri (2768) og jafntefli samið eftir 22 leiki.

Í b-flokki tefla margir Íslandsvinir.

GM Anton Guijarro, David ESP 2694
GM Grandelius, Nils SWE 2673
GM Mamedov, Rauf AZE 2659
GM Eljanov, Pavel UKR 2650
GM Ganguly, Surya Shekhar IND 2636
GM Abdusattorov, Nodirbek UZB 2635
GM Nihal Sarin IND 2618
GM L’Ami, Erwin NED 2606
GM Smirnov, Anton AUS 2604
GM Smeets, Jan NED 2585
IM Keymer, Vincent GER 2527
GM Van Foreest, Lucas NED 2523
IM Saduakassova, Dinara KAZ 2519
IM Warmerdam, Max NED 2498

Önnur umferð mótsins fer fram í dag og hefst kl. 12:30. Þá mætir Magnús Carlsen Yu Yangyi.

Séð yfir skáksalinn. Mynd: Alina L’Ami/Tata Steel Chess

Það er ekki bara teflt í þessum tveim flokkum. Mikil skákhátíð í Sjávarvík þessa dagana.

 

- Auglýsing -