Alireza Firouzja er í banastaði í Sjávarvík. Mynd: Alina l'Ami/Tata Steel Chess.

Íraninn landlausi, Alireza Firouzja (2723) er í miklu stuði á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík. Í gær vann hann Rússann Vladislav Artemiev (2731) og er einn efstur með 2½ vinning. Aðrir sigurvegarar gærdagsins voru Jorden Van Foreest (2644) sem vann Daniil Dubov (2683) og Fabiano Caruana (2822), sem lagði Yu Yangyi (2726). Magnús Carlsen (2872) gerði sitt þriðja jafntefli í röð – að þessu sinni við Jeffrey Xiong (2712). Hefur farið taplaus í gegnum 110 skákum í röð og hefur þar með jafnað met Tiviakov. Hann mætir Foreest í kvöld og tapi hann ekki verður hann sé skákmaður sem teflt flestar kappskákir í röð án taps.

Xiong, Wesley So (2765), Caruana og Foreest eru í 2.-5. sæti með 2 vinninga.

Úrslit 3. umferðar

Van Foreest, Jorden – Dubov, Daniil 1-0
Carlsen, Magnus – Xiong, Jeffery ½-½
Caruana, Fabiano – Yu, Yangyi 1-0
Anand, Viswanathan – Giri, Anish ½-½
Vitiugov, Nikita – So, Wesley ½-½
Firouzja, Alireza – Artemiev, Vladislav 1-0
Kovalev, Vladislav – Duda, Jan-Krzysztof ½-½

 

Sjá nánar á Chess.com.

 

- Auglýsing -