Hrund Hauksdóttir hefur unnið tvær skákir í röð. Mynd: JBJ

Það komu aftur fjórir vinningar af sjö mögulegum í hús hjá íslenska kvennalandsliðinu í skák á alþjóðlega mótinu í Prag. Lenka Ptácníková (2079), Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958) sem vann Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1859) og Hrund Hauksdóttir (1835) unnu sínar skákir.  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1929) og Sigríður Björg Helgadóttir (1659) gerðu báðar jafntefli.

Lenka hefur 3½ vinning, Guðlaug hefur 2½ vinning, Jóhanna Björg, Liss og Hrund hafa 2 vinninga og Sigríður Björg og Tinna Kristín hafa 1½ vinning.

Adam Omarsson (1241) sem teflir í b-flokki vann í gær. Josef, bróðir hans (1097) tapaði. Josef hefur 2½ vinning en Adam hefur 2 vinninga.

Sjötta umferð fer fram í dag.

- Auglýsing -