Guðlaug að tafli í Prag. Mynd: JBJ

Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958) vann tékkneska FIDE-meistarann Josef Lys (2152) í sjöttu umferð Prag Open sem fram fór í gær. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1929) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1859) unnu báðar sínar skákir. Sigríður Björg Helgadóttir (1659) gerði jafntefli. Aðrar skákir íslensku landsliðskvennanna töpuðust og komu því 3½ vinningur í 7 skákum í hús í gær.

Lenka og Guðlaug hafa 3½ vinning, Jóhanna Björg hefur 3 vinninga, Tinna hefur 2½ vinning og Sigríður Björg, Liss og Hrund hafa 2 vinninga.

Adam Omarsson (1241) vann sinn annan sigur í röð í b-flokki og hefur 3 vinninga. Jósef  (1097) hefur 2½ vinning.

Sjöunda umferð fer fram í dag.

- Auglýsing -