Carlsen getur bara ekki tapað! Mynd: Alina l'Ami/Tata Steel Chess

Wesley So (2765) er efstur á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee eftir sigur á Írananum landlausa, Alireza Firouzja (2723) í fjórðu umferð. Mikið upplausnarástand virðist ríkja á írönsku skáklífi eins og lesa má í grein á Chess.com. Bæði forystumenn skákhreyfingarinnar og sterkir skákmenn hafa verið að segja skilið við skáksambandið.

So hefur 3 vinninga. Fimm skákmenn hafa 2½ vinning. Magnús Carlsen (2872) er ekki meðal þeirra. Hann hefur enn ekki unnið skák og hefur 2 vinninga. Hann hefur hins vegar ekki heldur tapað skák og hefur nú teflt 111 skákir án taps sem er heimsmet!

Í gær gerði hann jafntefli við Hollendinginn Jorden Van Foreest (2644).

Sjá nánar á Chess.com.

- Auglýsing -