Jóhanna Björg hefur unnið tvær skákir í röð.

Það komu 4 vinningar af sjö mögulegum í hús í sjöundu umferð Prag Open í gær. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1929), Lisseth Acevedo Mendez (1864) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1859) unnu sínar skákir. Tinna í ótefldri skák. Hrund Hauksdóttir (1835) og Sigríður Björg Helgadóttir (1659) gerðu jafntefli en aðrar skákir töpuðust.

Jóhanna, sem hefur unnið tvær síðustu skákir, er efst íslensku landsliðskvennanna en hún hefur 4 vinninga, Lenka, Guðlaug og Tinna hafa 3½ vinning, Liss hefur 3 vinninga og Sigríður Björg og Hrund hafa 2½ vinning.

Áttunda og næsstíðasta umferð fer fram í dag. Þá mætast Guðlaug og Lenka.

Adam Omarsson (1241) er kominn í banastuð og vann sína þriðju skák í röð. Hefur 4 vinning. Jósef (1097), bróðir hans, hefur 2½ vinning.

- Auglýsing -