Lenka varð Íslandsmeistari árið 2019. Mynd: SA

Íslandsmót kvenna 2020 fer fram í Sveinatungu, glæsilegum salarkynnum við Garðatorg í Garðabæ

Mótið fer fram 27. febrúar – 3. mars nk. Teflt verður í tveim flokkum. Annars vegar í landsliðsflokki kvenna. Þar eiga keppnisrétt allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2020. Hins vegar í áskorendaflokki. Hann er opin fyrir allar skákkonur sem ekki ná 1600 skákstigum.

Frí þátttökugjöld í báða flokka. Mótið er haldið í samvinnu Skáksambands Íslands og Taflfélag Garðabæjar.

Landsliðsflokkur kvenna

 • Opinn fyrir allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Það má bæta við keppenda standi á stöku.
 • Tefldar verða 5-7 umferðir. Nánara fyrirkomulag ákveðið þegar endanlegur keppendafjöldi liggur fyrir.
 • Umferðir hefjast um kl. 18 á virkum dögum en fyrr um helgina. Mögulega verður einn tvöfaldur dagur
 • Tímamörk verða 90+30 auk 30 mínútna eftir 40 leiki
 • Skráningarfrestur er til 13. febrúar nk.

Verðlaun

 1. 100.000 kr.
 2.   60.000 kr.
 3.   40.000 kr.

Verðlaun skiptast jafnt séu fleiri ein jöfn í verðlaunsætum. Verði tvær eða fleiri efstar og jafnir verður teflt til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn með styttri tímamörkum.

Áskorendaflokkur kvenna

 • Allar skákkonur með minna en 1600 skákstig hafa keppnisrétt.
 • Tefldar verða 5-7 umferðir. Nánara fyrirkomulag ákveðið þegar endanlegur keppendafjöldi liggur fyrir.
 • Umferðir hefjast um kl. 18 á virkum dögum en fyrr um helgina. Mögulega verður einn tvöfaldur dagur
 • Tímamörk verða 60+30.
 • Skráningarfrestur er til 20. febrúar.

Verðlaun

 1. Styrkur upp í ferðakostnað á mót erlendis 20.000 kr , frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka og keppnisréttur í landsliðsflokk kvenna að ári
 2. Frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka
 3. Frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka

Skráning

- Auglýsing -