Dagur Ragnarsson hefur verið sjóðheitur á Skákhátíð MótX. Mynd: IÞJ.

Mikil spenna er á Skákhátíð MótX. Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram í kvöld. Dagur Ragnarsson (2357), sem gerði sér lítið fyrir og vann Hjörvar Stein Grétarsson (2586) í fimmtu umferð, Ingvar Þór Jóhannesson (2325) og Guðmundur Kjartansson (2453) eru efstir og jafnir með 4 vinninga. Sigurður Daði Sigfússon (2245) er fjórði með 3½ vinning.

Röð efstu manna

Í umferð kvöldins mætast Guðmundur-Ingvar og Dagur-Sigurður Daði.

Chess-Results.

B-flokkurinn

Arnar Milutin Heiðarsson (1880) er efstur í b-flokki með 4½ vinning. Hörður Aron Hauksson (1848), Guðni Stefán Pétursson (2026) og Pétur Pálmi Harðarson (2027) eru næstir með 4 vinninga.

Í umferð kvöldsins mætast Pétur Pálmi-Arnar Milutin og Hörður Aron-Guðni Stefán.

Röð efstu manna

Mótið á Chess-Results.

- Auglýsing -