Helgi Áss í Kragerö. Mynd: Skák.is/Anniken Vestby

Fyrirsögnin átti Stefán Bergsson í matsalnum í morgun eftir að fjórar umferðir eru búnar – og tveir strembnir dagar. Við erum smá saman að venjast kræsingunum og erum hættir að borða yfir okkur. Um 170 skákmenn – konur, menn, stelpur og strákar sitja yfir taflborðunum hér í Kragerö. Mótið er eitt af þveimum alþjóðlegum mótum sem er haldið árlega í Noregi. Sagan er samt ekki löng – þetta er fjórða árið. Mótið fer stækkandi ár frá ári og gæti farið yfir 200 þátttakendur á næsta ári. Teflt er á glæsihóteli – flestir eru í íbúðum og allir eru í fullu fæði. Annað er ekki hægt – enginn tími gefst til að fara af hóteli – en það er heldur ekki þörf á því. Í mesta lagi nær mann göngutúr í skóginum meðal íkorna og dádýra – eða ferð í sundlaugina eða í spa milli umferða.

Stefán rifjaði upp taflmennskuna sína á Gausdal fyrir 21 árum. Þá hóf hann mótið með fjögur töp í röð enn samdi svo með Caissu – skákgyðjuna – (í skjóli næturs ?) og náði svo í 3½ vinning í síðustu fimm umferðum.

Við skulum vona að Vignir Vatnar og Stefán nái að semja við Caissu nú eftir frekar brösótta byrjun. Reyndar má segja að bæði Vignir og Bárður Birkis frömdu harakíri í seinni umferðinni í gær – mannsfórnir sem mætti telja vera annaðhvort umsókn um bjartsýnisverðlaun Bröstes eða einfaldlega rugl og vitleysa.

Allt er ekki svart hjá okkur – Guðni Pétursson náði að knýja fram sigur í seinni skákinni í gær í hróksendatafli með 3 á móti 2 peðum á sama vængi – staða sem yfirleitt ekki gefur mikla sigursvon.

Helgi Áss hefur staðið sig best af Íslendingunum. Hann situr nú sveittur á öðru borði og skylmast við annann stórmeistara – Boris Chatalbashev – sem teflur undir dönskum fana en er uppalinn í austur-Evrópu. Gaman er að horfa á íslenskan fána á toppborðunum meðal fána frá Íran, Armeníu, Indlandi og ekki síst frá Noregi þar sem margir ungir strákar eru í miklum framförum.

Mun hnífurinn snúast í höndum Þórðar? Mynd: Anniken Vestby/Skák.is

Aðalskák dagsins hjá landanum er Þórður Guðmundsson á móti Héðni Briem. Fíflin í matsalnum voru að grínast með að Þórður mundi vera með einn úr Briemættinni á skurðarborðinu í dag. Svo mun tíminn leiða í ljós hvort knífurinn mun snúast í höndum læknisins….

- Auglýsing -