Hannes gerði jafntefli við Abasvo í sjöundu umferð. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2529), tapaði fyrir pólska stórmeistaranum Piorun Kacper (2611) í áttundu og næstsíðustu umferð áskorendaflokks skákhátíðinnar í Prag. Fyrsta tapskák Hannesar. Þrátt fyrir tapið er Hannes í skiptu efsta sæti. Deilir því með þrem öðrum.

Efstir ásamt Hannesi eru Rússinn Andrey Esipenko (2654), áðurnefndur Kacper, og Hollendingurinn Jorden Van Foreest (2667).

Stöðuna má finna á Chess-Results.

Lokaumferðin fer fram í dag. Þá teflir Hannes við Van Foreest. Umferðin hefst klukkutíma fyrr en venjulega eða kl. 13.

Í áskorendaflokknum tefla tíu keppendur og þar af átta stórmeistarar. Hannes er áttundi í stigaröð keppenda en meðalstigin eru 2586 skákstig. Þess má geta að Hannes er elstur keppenda á skákhátíðinni.

- Auglýsing -