Skákmótinu í Kragerö í Noregi er rétt nýlokið. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2403) og FIDE-meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2250) urðu efstir íslensku keppendanna en þeir enduðu með 6 vinninga í umferðunum níu. Endasprettur Hilmis var eftirtektarverður en hann vann þrjár síðustu skákirnar. Þær tvær síðustu gegnum ungum, efnilegum og stigaháum norskum FIDE-meisturum (2357-2380)

Lokastaða íslensku keppendanna

A-flokkurinn

  • 10.-17. GM Helgi Áss Grétarsson (2403) og Hilmir Freyr Heimisson (2250) 6 v.
  • 18.-27. IM Davíð Kjartansson (2356) 5½ v
  • 28.-35. Stefán Bergsson (2172) 5 v.
  • 36.-54. FM Jón Kristinn Þorgeirsson (2269) og FM Vignir Vatnar Stefánsson (2323) 4½ v.
  • 55.-70. CM Bárður Örn Birkisson (2186), Guðni Stefán Pétursson (2026) og Gauti Páll Jónsson (2027) 4 v.

Alls töpuðu íslensku skákmennirnir í a-flokknum 72 skákstigum en sú tala var meira en tvöfalt hærri eftir sex umferðir. Endaspretturinn því góður! Hilmir Freyr Heimisson hækkaði um 24 skákstig en auk hans hækkuðu Guðni Stefán (+6) og Gauti Páll (+1) á stigum.

B-flokkurinn

Héðinn Briem (1672) hlaut 5 vinninga, Erlingur Jensson (1611) 4 vinninga og Þórður Guðmundsson (1553) 3½ vinning.

- Auglýsing -