Skákdeild Breiðabliks og Skáksamband Íslands standa fyrir Íslandsmóti í netkappskák um páskana.  Ferðumst innanhúss um páskana !

Fyrirkomulag:

Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska pörunarkerfinu og verður leyfð ein yfirseta í umferðum 1-5.

Tímamörk:  1klst og 30min á skákina. Auk þess bætast alltaf við 30 sek. fyrir hvern leik.

Dagskrá: 

1.umf  þri 7.apríl        kl 19:30

2.umf  mið 8.apríl       kl 19:30

3.umf  fim 9.apríl        kl 14:00

4.umf  fös 10.apríl      kl 14:00

5.umf  lau 11.apríl      kl 14:00

6.umf  sun 12.apríl     kl 14:00

7.umf  mán 13.apríl    kl 14:00

Ekkert þátttökugjald og vonandi góðar aðstæður á heimili keppenda til að sýna sínar bestu hliðar í taflmennskunni. Ævintýraferðir um taflborðið er góð leið til að ferðast innanhúss!

Sá sem vinnur mótið hlýtur sæmdarheitið „Skákmeistari Íslands í netkappskák“

Efsta konan hlýtur sæmdarheitið „Íslandsmeistari kvenna í netkappskák“

Efsta unglingurinn 17- 22ára og yngri hlýtur sæmdarheitið „Unglingameistari Íslands í netkappskák“.

Efsti skákmaðurinn 50 ára og eldri hlýtur sæmdarheitið „Skákmeistari Íslands 50+ í netkappskák“.

Efsti skákmaðurinn 65 ára og eldri hlýtur sæmdarheitið „Skákmeistari Íslands 65+ í netkappskák“.

Efsti skákmaðurinn undir 2000 elóstigum og 23ára og eldri hlýtur sæmdarheitið „Íslandsmeistari áhugamanna í netkappskák“.

Efsti skákmaðurinn undir 1600 elóstigum og 23ára og eldri hlýtur sæmdarheitið „Íslandsmeistari nýliða í netkappskák“.

Einnig verða krýndir Íslandsmeistarar í öllum ungmennaflokkum stráka og stelpna (U16,U14,U12,U10 og U8).

Parað er við lok umferðar og er hægt að sjá pörunina á Chess-Results.

Ekki er leyfð notkun skákreikna sér til aðstoðar eða nokkur önnur utanaðkomandi aðstoð. Notað verður tól frá FIDE sem heitir „The FIDE Internet-Based Game Screening Tool“ til að rannsaka skákir hverrar umferðar og ef skákmaður lendir í því að falla á því prófi og einnig að sérfræðingar Chess.com komast að sömu niðurstöðu þá er skák hans dæmd töpuð og hann afskráður úr mótinu. 

Að öðru leiti er stuðst við skáklög FIDE þar sem þau eiga við. Einnig við reglur Chess.com skákþjónsins.

Skákstjóri: Halldór Grétar Einarsson

Mótsreglur

Skráning

 

- Auglýsing -