Áskell eftir að hafa orðið í 2. sæti á EM öldunga í fyrra. Mynd: GB

Í gær fór fram Páskamót Vinaskákfélagsins. Fjölmargir þekktir meistarar og skákáhugamenn mættu til leiks og glímdu, rafrænt og snertilaust, til síðasta manns.

Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason og FIDE-meistarinn Guðmundur Stefán Gíslason komu fyrstir í mark, hlutu báðir 8 vinninga af 9 mögulegum, en Áskell stóð betur eftir oddastigaútreikning.

Í þriðja sæti varð Örn Leó Jóhannsson (tda18), en hann var einn með sjö vinninga.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, sem og í tveimur flokkum. Haft verður samband við þá á næstu dögum.

Lokastaða efstu manna

  1. Áskell Örn Kárason 8 vinningar og 44 oddastig
  2. Guðmundur Stefán Gíslason – 8 vinningar og 43.75 oddastig
  3. Örn Leó Jóhannson 7 vinningar
  4. FM Róbert Lagerman 6.5
  5. Símon Þórhallsson 6
  6. Ingi Tandri Traustason 5.5
  7. smarifj (nafn vantar) 5.5
  8. Þorsteinn Magnússon 5.5
  9. FM Vignir Vatnar Stefánsson 5 (af 7)
  10. Birkir Karl Sigurðsson 5
ÞRIÐJUDAGINN 7. APRÍL KL. 19:30

Þriðjudagsmót (TR). 15+5 4 umferðir

- Auglýsing -