Átakið “Sókn er besta vörnin” heldur áfram og hvetjum alla til að taka þátt.

Nethraðskákkeppni Taflfélaga

Skáksamband Íslands stendur fyrir Nethraðskákmóti Taflfélaga sem fer fram á vefsíðunni Lichess.org. Mótið verður haldið með svokölluðu „Team Battle“ fyrirkomulagi, sem er nýstárleg útfærsla á liðakeppnum.

  • Fimmtudaginn 16. apríl kl. 19:30 fer fram æfingarmót, sem er ætlað að hjálpa okkur öllum að skilja betur hvernig þetta nýja kerfi virkar og eftir atvikum útfæra reglur mótsins.
  • Laugardaginn 18. apríl kl. 13 – 15 fer fyrsta mótið fram. Úrslitin úr fyrsta mótinu munu ráða uppstillingu félaga í deildir, en vikuna á eftir verður teflt í amk tveimur 6 liða deildum, eða jafnvel fleiri ef þarf. Efstu 6 liðin munu tefla í 1. deild, næstu 6 í 2. deild o.s.frv..

Deildaskipting og útfærsla á reglum verður nánar kynnt síðar.


Dagskráin hjá Team Iceland  í þessari viku

Á þriðjudaginn fer fram Þriðjudagsmót að hætti TR-inga og á miðvikudaginn verður Arena mót 3+2.

Fimmtudaginn 16. apríl verður haldið æfingarmót fyrir Nethraðskákkeppni Taflfélaga sem hefst n.k. laugardag á Lichess. Tilvalið tækifæri til að sjá betur hvernig kerfið virkar!

Föstudaginn 17. apríl kl. 20:00 fer svo fram hraðskákmót á vegum Víkingaklúbbsins. Tefldar verða 3+0 skákir með Arena fyrirkomulagi í 120 mínútur.

Mótin eru opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!


DAGSKRÁIN VIKUNA 13. – 19. APRÍL


 

ÞRIÐJUDAGINN 14. APRÍL KL. 19:30

Þriðjudagsmót (TR). 15+5 4 umferðir

MIÐVIKUDAGINN 15. APRÍL KL. 19:30

Hraðskákmót 3+2. Arena mót í 2 klukkutíma

FIMMTUDAGINN 16. APRÍL KL. 19:30

Æfing fyrir Nethraðskákkeppni Taflfélaga á Lichess. Skráð lið geta prufað kerfði og mótshaldarar séð betur hvernig allt virkar. Væri frábært að fá sem flesta!

  • Tengill: Kemur síðar
FÖSTUDAGINN 17. APRÍL KL. 20:00

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins. 3+0 skákir í 120 mínútur (Arena mót)

Tengill: https://www.chess.com/live#r=183984


HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tenglar á mótin eru hér að ofan, en þá má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótin hefjast.


HVATNING TIL SKÁKFÉLAGA OG LEIÐBEININGAR FYRIR MÓTSHALDARA

Forráðamenn félaga og aðrir skákfrömuðir eru hvattir til þess að kynna sér hvernig mótshald á Chess.com gengur fyrir sig. Það er alls ekki flókið að halda netmót og vel mögulegt að búa til allskonar hópa og halda ýmiskonar mót. Sem dæmi geta félög teflt liðakeppni (sbr. LCWL), eða haldið mót fyrir ákveðna aldurshópa (með því að nota skráningarform og búa til sérstakan hóp), styrkleikahópa o.s.frv..

Chess.com tók saman mjög góðar leiðbeiningar um efnið: https://www.chess.com/article/view/how-to-run-chess-events-online

Það er meira en sjálfsagt mál að aðstoða þá sem vilja halda viðburði á netinu. Slíkum beiðnum er hægt að koma á framfæri á skaksamband@skaksamband.is.

- Auglýsing -