Þriðjudaginn 14. apríl verður 4 umferða atskákmót með 15 mínútna + 5 sek á leik umhugsunartíma. Fyrirmyndin er að sjálfsögðu hin vinsælu Þriðjudagsmót TR sem haldin hafa verið um langt árabil.

Hlöllabátar leggja til máltíð í verðlaun fyrir 1. sætið í kvöld. Skilyrði er að sigurvegarinn tefli undir nafni.

Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir gilda chess.com oddastig. Verði menn enn efstir og jafnir gildir samanlagður árangur úr síðustu tveimur mótum (https://www.chess.com/club/live-tournaments/team-iceland).

Tengill: https://www.chess.com/live#t=1189737

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.


Félag Íslendinga á Chess.com, Team Iceland, mun standa fyrir fjölmörgum skákviðburðum á netinu næstu vikurnar. Leitast verður við að spegla vinsæla skákviðburði og fasta liði í mótaáætlun skákhreyfingarinnar.

Mótin eru að sjálfsögðu opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!

- Auglýsing -