Örn Leó er hér lengst til hægri.

Örn Leó Jóhannsson sigraði á Arena-móti (3+2) sem fram fór í gær á Chess.com. FIDE-meistarinn Andri Áss Grétarsson varð annar og Tómas Veigar Sigurðarson þriðji.

Röð efstu manna

 1. Örn Leó Jóhannsson 53 stig
 2. FM Andri Áss Grétarsson 42 stig
 3. Tómas Veigar Sigurðarson 40 stig
 4. Stefán Þór Sigurjónsson 32 stig
 5. Óskar Long Einarsson 26 stig
 6. JMackieqpr 21 stig
 7. FM Vignir Vatnar Stefánsson 21 stig
 8. Birkir Hallmundarson 20 stig
 9. Halldór Ingi Kárason 18 stig
 10. Sigurður Freyr Jónatansson 18 stig

Heildarstaðan og skákir mótsins

Dagskrá kvöldsins

Skáksamband Íslands stendur fyrir Nethraðskákmóti Taflfélaga sem fer fram á vefsíðunni Lichess.org. Mótið verður haldið með svokölluðu „Team Battle“ fyrirkomulagi, sem er nýstárleg útfærsla á liðakeppnum.

 • Fimmtudaginn 16. apríl kl. 19:30 fer fram æfingarmót, sem er ætlað að hjálpa okkur öllum að skilja betur hvernig þetta nýja kerfi virkar og eftir atvikum útfæra reglur mótsins.

Nú þegar eru fimm lið skráð til leiks. Það eru:

 • Taflfélag Garðabæjar
 • Taflfélag Reykjavíkur
 • Skákfélagið Huginn
 • Skákgengið
 • Miðbæjarskák

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.

- Auglýsing -