Menningarfélagið Miðbæjarskák

Litið um öxl eftir tvö ár!

Í ágúst 2018 hélt Miðbæjarskák sitt fyrsta skipulagða skákmót. Hrafn Jökulsson og Hróksmenn höfðu undanfarin ár haldið nokkuð reglulega vinsæl hraðskákmót á Stofunni, Vesturgötu 3 við góðar undirtektir. Þeir Elvar Örn Hjaltason og Héðinn Briem tóku við keflinu, fljótlega bættust við Arnar Ingi Njarðarson og Gauti Páll Jónsson, og við stjórnina bættust síðar við Arnljótur Sigurðsson, Halldór Kristjánsson og Þórður Grímsson. Margar hendur vinna lett verk eins og skáldið sagði, og hafa reyndar fjölmargir aðrir velgjörðarmenn komið að því að gera öll þessi mót möguleg. Má þá til dæmis nefna Róbert Lagerman sem hefur ávalt reynst okkur innan handar við dómgæsluna. Einnig á Þórður Grímsson þökk skilið fyrir glæsileg plaggöt sem notuð hafa verið við auglýsingu mótanna. Miðbæjarmótin voru yfirleitt haldin á Stofunni, en með tíð og tíma urðu viðburðirnir mánaðarlegir, allt árið, og haldnir víða: Iðnó, Bíó Paradís, TR-salurinn, Kex Hostel, Listasafnið á Akureyri, og bakki Laugardalslaugar. Á öllum þessum stöðum hafa mót farið fram. Hér verður gerð örlítil samantekt á mótahaldinu síðan þetta hófst, með hlekkjum á fréttir mótanna sjálfra þar sem við á. Styrktaraðilar hafa verið þónokkrir en súkkulaðifyrirtækið Omnom hefur verið hvað duglegast að styrkja okkur með orkuríku og bragðgóðu súkkulaði. Eins og gefur að skilja hefur verið hlé á mótahaldinu undanfarið og kannski eitthvað fram á nýja árið, en þegar hraðskákmótin mega hefjast að nýju má gera ráð fyrir skemmtilegum Miðbæjarmótum víða um borgina, eða einhvers staðar allt annarsstaðar! 

 

Fyrsta mótið var haldið á Stofunni, þann 16. ágúst 2018. Daði Ómarsson vann mótið með 8 vinningum af 9 mögulegum, næstir urðu Gunnar Freyr Rúnarsson með 6.5 vinning og Örn Leó Jóhannsson með 6 vinninga. 25 manns tóku þátt í fyrsta Stofumótinu, en samstarf var með Vinaskákfélaginu. 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

 

Jólamót Stofunnar fór fram þann 3. desember 2018 og vann Ingvar Þór Jóhannesson mótið með 8 vinningum af 9. Næstir urðu Dagur Ragnarsson og Gunnar Freyr Rúnarsson, báðir með 6.5 vinning. 29 skákmenn tóku þátt í mótinu. 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

Þriðja mótið var haldið í júní 2019. 18 skákmenn mættu til leiks, efstur varð Vignir Vatnar með 5.5 vinning af 7, næstir urðu Ingvar Þór, Daði, Stephan Briem og Elvar Örn Hjaltason skipuleggjanndi með 5 vinninga. 

Hlekkur á chess-results

 

Vignir vann líka mótið í júlí 2019, með 6.5 af 7, og næstir voru Gauti Páll Jónsson og Stefán Bergsson með 5.5 vinning. 31 tóku þátt, ákveðinn áfangi að fylla þriðja tuginn í fyrsta sinn! 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

 

Mótið í ágúst 2019 var gríðarlega vel sótt, sterkt, og innihélt magnað úrslitaeinvígi! 43 skákmenn mættu til leiks. Svo fór að Ingvar Þór hafði sigur úr bítum gegn Sigurbirni Björnssyni í einvíginu, en báðir hlutu þeir 6 vinninga af 7 í aðalmótinu, en Vignir Vatnar og Bragi Þorfinnsson urðu næstir með 5.5 vinning. Í frétt mótsins má sjá myndband frá úrslitakeppninni. 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

Iðnó mótið í september 2019 var algjörlega frábært. Fyrsta mótið utan veggja kaffihússins Stofunnar, og heppnaðist heldur betur vel. Þáttakendur tæplega 70, þar af 17 titilhafar. Pistill mótsins hefur verið lesinn tæplega 2000 sinnum, kannski rúmlega það eftir að þessi frétt birtist! Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson nældi sér í fyrsta sætið með 7.5 vinning af 9 en með 7 vinninga urðu bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnsynir og Ingvar Þór Jóhannesson, sem er oft meðal efstu manna á Miðbæjarskákmótunum. 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson lét sig ekki vanta á októbermótið 2019, og varð efstur ásamt norðlenska sunnlendingnum Símoni Þórhallssyni með 5.5 vinning af 7. Guðmundur Kjartansson og Róbert Lagerman hlutu 5 vinninga. 22 þáttakendur, menn enn að jafna sig eftir Iðnó mótið! 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

 

Fide-meistarinn fræki Sigurður Daði Sigfússon vann á öflugu Stofumóti í nóvember 2019 þar sem prófað var nýtt fyrirkomulag, en tefldar voru ansi margar skákir, alvöru  maraþonmót! Hann hlaut 12.5 vinning af 14, næstu menn voru Dagur Ragnarsson og Vignir Vatnar með 11 vinninga, og sá sem heldur hér á penna var víst með 10 vinninga svo það komi fram. Sagan er ekki alltaf skrifum af sigurvegurunum, stundum er hún skrifuð af þeim sem lentu í fjórða sæti! 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

Desembermótið 2019 fór fram í Bíó Paradís, sem átti aldeilis eftir að komast í fréttirnar á árinu á eftir. Teflt var í rýminu milli sýningarsalanna, nokkuð skemmtilegar aðstæður. 24 skákmenn mættu til leiks og röðuðu titilhafar sér í efstu sætin. Dagur Ragnarsson og Davíð Kjartansson hlutu 8 vinninga af 9 og Helgi Áss Grétarsson 7. 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

 

Fyrsta mótið á nýju ári var Íslandsmeistaramótið í huga og hönd. Kepptu liðin undir ýmsum skemmtilegum nöfnum, en Bændurnir (Róbert Lagerman og Símon Þórhallsson) fóru með sigur af hólmi. Hin liðin voru Börnin, Uglurnar úr Fossvogi, Öskuraparnir, James Bond, KópBois, ÓliH, ég veit það ekki, og Árni & co. 

Hlekkur á frétt mótsins

Febrúarviðburðuinn 2020 var Pub quiz sem fram fór á Stofunni fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Þríeykið: Arnar Ingi Njarðarson, Dagur Ragnarsson og Símon Þórhallsson unnu spurningakeppnina. Unga fólkið er með þetta á hreinu! 

 

Í maímánuði hélt skáklistamaðurinn Ólafur B. Þórsson glæsielgt skákmót á Center hóteli, með aðstoð Miðbæjarskákar. Vignir Vatnar vann (hvað eru mörg vaff í því? Eða vöff?!) með fullu húsi, 9 af 9 en Ólafur sjálfur og Birkir Karl Sigurðsson urðu næstir með 7 vinninga. 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

Boðsmót Laugardalslaugar var haldið við alvöru íslenskar sumaraðstæður, jökulkulda, þann 14. júní 2020. Teflt var á bökkum laugarinnar en hellt upp á nokkrar kaffikönnur til að halda mönnum á tánum. Alþjóplegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson stóð uppi sem sigurvegari með 7.5 vinnig af 9, næstur varð annar alþjóðlegur meistari, Arnar Gunnarsson, með 7 vinninga og þriðji, Fide meistarinn Róbert Lagerman með 6.5 vinning. 24 skákmenn tóku þátt. 

Hlekkur á chess-results

Miðbæjarskákmótin fóru í fyrsta sinn út fyrir höfuðborgina þegar Menningarskákmót var haldið á Akureyri þann 11. júlí 2020 í samstarfi við Skákfélag Akureyrar. Á aðalmótinu, sem fram fór á listasafninu í Gilinu, vann stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson með 11 vinninga af 11. Fide meistarinn Dagur Ragnarsson hlaut 10 vinninga og Fide meistarinn Rúnar Sigurpálsson hlaut 8.5 vinning. 

Hlekkur á chess-results. Aðalmótið 

Hlekkur á chess-results. Seinna mótið. 

Hlekkur á fréttir mótanna

Síðasta mótið sem haldið var árið 2020 hjá Miðbæjarskák var haldið á Kex Hostel 23. júlí 2020 í sumarsólinni. 48 skákmenn mættu til leiks. Maður saknar strax sumarsins þegar maður skrifar þetta! Af þeim 14 titilhöfum voru nú fimm sem röðuðu sér í efstu fimm sætin! Með 6.5 vinning urðu Guðmundur Kjartansson og Helgi Áss Grétarsson, Vignir Vatnar Stefánsson hlaut 7 vinninga en efstur varð húnninn sjálfur Björn Þorfinnsson með 8 vinninga af 9, leifði sér bara eitt tap í fyrstu umferð, gegn rassatrúði! 

Hlekkur á chess-results

Hlekkur á frétt mótsins

Með áramótakveðju, fyrir hönd Miðbæjarskákar: 

Gauti Páll Jónsson, sá sem skrifar.

 

 

Mót  Sigurvegari/Sigurvegarar Vinningafjöldi
Meistaramót Stofunnar 16.8.

2018

Daði Ómarsson  8 af 9
Jólamót Stofunnar 3.12 2018 FM Ingvar Þór Jóhannesson  8 af 9 
Júnímót Stofunnar 18.6 2019 FM Vignir Vatnar Stefánsson  5.5 af 7 
Júlímót Stofunnar 17.7. 2019 FM Vignir Vatnar Stefánsson  6.5 af 7 
Ágústmót Stofunnar 15.8. 2019 FM Ingvar Þór Jóhannesson  6 af 7 
Iðnó mótið 29.9. 2019  GM Helgi Áss Grétarsson  7.5 af 9 
Októbermót Stofunnar 16.10. 2019 GM Hannes Hlífar Stefánsson og Símon Þórhallsson  5.5 af 7 
Nóvembermót Stofunnar 18.11. 2019 FM Sigurður Daði Sigfússon  12.5 af 14 
Skák í Paradís 15.12. 2019  FM Dagur Ragnarsson og IM Davíð Kjartansson  8 af 9 
Íslandsmeistaramótið í huga og hönd 24.1. 2020 Bændurnir: FM Róbert Lagerman og Símon Þórhallsson ? af 7 
Pub Quiz á Stofunni 20.2. 2020 Arnar Ingi Njarðarson, FM Dagur Ragnarsson og Símon Þórhallsson 
Center Boðsmótið 31.5 2020 FM Vignir Vatnar Stefánsson  9 af 9 
Boðsmót Laugardalslaugar 14.6. 2020 IM Jón Viktor Gunnarsson  7.5 af 9 
Menningarskákmót á Akureyri 11.7. 2020 GM Helgi Áss Grétarsson  11 af 11 
Sumarskákmót á Kexinu 23.7. 2020 IM Björn Þorfinnsson  8 af 9 
- Auglýsing -