Stofumeistarinn var svangur! í mótslok. Mynd: Feisbúkk-síða Ingvars.

FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) sigraði á Jólamóti Stofunnar sem fram fór í gær. Ingvarinn hlaut 8 vinninga í 9 skákum. Leyfði aðeins tvö jafntefli. Hlaut hann í verðlaun 10.000 kr. gjafakort í Smáralind en það var Hrókurinn sem gaf verðlaunin.

Dagur Ragnarsson og Gunnar Freyr Rúnarsson urðu í 2.-3. sæti og fengu að verðlaunum báðir gjafainneign í Stofunni.

Efstu menn í mótslok ásamt mótsstjóranum Elvari Erni Hjaltasyni. Mynd; Feisbúkk-síða Elvars.

Þess fyrir utan voru veitt útdráttarverðlaun. Þau fengju Gauti Páll Jónsson sem vann bókina Grettisfang eftir Freystein Þorgergsson on). Hjálmar Hrafn Sigurvaldason sem vann bók eftir Mikael Torfason og svo fékk Helgi Hauksson bókina Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson.

Lokaúrslit má nálgast á Chess-Results.

 

- Auglýsing -