Vignir vann Óla B. Mynd: Adam Einar Hildarson.

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2383) fór mikinn á Center Boðsmótinu sem fram fór í gær á Center-hótelinu á Hlemmi. Vignir vann alla andstæðinga sína níu talsins.

Það var létt stemming á skákstað! Mynd: Adam Einar Hildarson.

Mótshaldarinn, Ólafur B. þórsson (2149) sem stóð fyrir mótinu ásamt Sturlu Þórðarsyni varð í 2.-3 sæti ásamt Birki Karli Sigurðssyni (1941) með 7 vinninga.

Guðni Stefán klórar sér í hausnum enda fór svo að tapaði þessari skák. Mynd: Adam Einar Hildarson.

Hinn ungi Birkir Hallmundarson (1258), fæddur 2013, sló í gegn á mótinu í gær og hlaut 5 vinninga. Hann lagði meðal annars Guðna Stefán Pétursson (2146) að velli og tefldi á efsta borði við Vigni í næstsíðustu umferð.

Mótshaldið gekk vel enda undir öryggri skákstjórn IA Róbert Lagerman.

Lokstöðuna má finna á Chess-Results.

- Auglýsing -