Úrslitaviðureign Hikaru Nakamura og Daniil Dubov á Lindores Abbey atskákmótinu hófst í gær. Naka vann fyrsta stutt-einvígið 2,5-1,5. Bandaríkjamaðurinn vann fyrstu tvær skákirnar en Dubov kom til taka með sigri í þriðju skákinni. Hikaru hélt svo jafntefli í fjórðu skákinni.

Þeir tefla annað 4ja skáka einvígi í dag og þar þarf Rússinn nauðsynlega á sigri að halda til að knýja fram úrslitaeinvígi á morgun

Tefldar eru fjórar atskákir (15+10). Verði jafnt verður tefldur bráðabani.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -