Kínverjar hafa sjö stig af átta mögulegum að loknum fjórum umferðum af 10 í Þjóðakeppni FIDE sem fram fer á Chess.com þessa dagana. Í gær unnu þeir Indverja í seinni umferð dagins en gerðu jafntefli við Rússa í þeirri fyrri. Eina viðureignin sem þeir hafa ekki unnið.

Evrópuúrvalið, sem er án heimsmeistarans, en undir liðsstjórn fyrrrum heimsmeistara, Garry Kasparov, kom sterkt inn í gær og vann báðar sínar viðureignir. Annars vegar Indverja og hins vegar Bandaríkjamenn. Levon Aronian í miklu stuði í gær. Var sá eini sem vann sínar báðar skákir.

Evrópulið er í 2.-3. sæti ásamt Bandaríkjamönnum eftir fimm stig en er ofar á oddastigum vegna sigurs í innbyrðis viðureign.

Magnús Carlsen var meðal skákskýrenda í gær á Chess24 og aðspurður af hverju tefldi ekki með svaraði því að mótshaldarar hefðu ekki lagt sig mikið fram að fá sig til leiks og bætti svo við:

I think for me it would have felt more important to play if I had been, let’s say, American or Chinese or even Russian. Representing your country in such a tournament is huge, but representing Europe – I don’t feel so strongly about Europe.

Rússar eru í fjórða sæti með 4 stig, Heimsúrvalið hefur 2 stig og Indverjar, sem hafa engan veginn náð sér á strik reka lestina með 1 stig.

Staðan eftir fjórar umferðir af tíu

Keppninni er áframhaldið í dag með 5. og 6. umferð. Baráttan á mótinu snýst um að vera eða 1. eða 2. sæti að loknum umferðunum tíu en þau tvö lið keppa til úrslita á sunnudeginum

Nánar á Chess.com.

Tvær umferðir eru tefldar á dag dagana 5.-9. maí. Tefldar eru atskákir (25+10). Fyrri umferð dagsins, alla dagana, hefst kl. 13 og sú síðari ávallt kl. 14:45. Gefin eru tvö stig fyrir sigur í viðureignum en eitt fyrir jafntefli. Tvö efstu liðin á mótinu tefla svo til úrslita (superfinal) sunnudaginn, 10. maí.

Beinar útsendingar eru á chess.com/tv og eru í umsjón Danny Rensch og Robert Hess og fleiri góðra manna. Útsendingar hefjast ávallt kl. 12:30.

Nánar um þjóðakeppnina í netskák.

- Auglýsing -