Kínverjar fóru mikinn á fyrsta degi Þjóðakeppninnar. Mynd: Chess.com

Kínverjar byrjuðu best í Þjóðakeppni FIDE í netskák sem hófst á Chess.com í dag. Liðið sigraði úrvalsliðin tvö, Evrópu annars vegar og heimsliðið (Rest of the World) hins vegar og hefur 4 stig. Bandaríkjamenn eru í öðru sæti með 3 stig. Unnu Rússa í annarri umferð en gerði jafntefli við Indverja í fyrstu umferð.

Heimsliðið hefur 2 stig en það lagði Indverja að velli í fyrstu umferð. Indverjar, Evrópuúrvalið undir liðsstjórn Garry Kasparovs og Rússar hafa 1 stig.

Áfram er teflt á morgun og hefst taflmennskan kl. 13.

Nánar á Chess.com.

Staðan

Tvær umferðir eru tefldar á dag dagana 5.-9. maí. Tefldar eru atskákir (25+10). Fyrri umferð dagsins, alla dagana, hefst kl. 13 og sú síðari ávallt kl. 14:45. Gefin eru tvö stig fyrir sigur í viðureignum en eitt fyrir jafntefli. Tvö efstu liðin á mótinu tefla svo til úrslita (superfinal) sunnudaginn, 10. maí.

Beinar útsendingar eru á chess.com/tv og eru í umsjón Danny Rensch og Robert Hess og fleiri góðra manna. Útsendingar hefjast ávallt kl. 12:30.

Nánar um þjóðakeppnina í netskák.

- Auglýsing -