Þjóðakeppni FIDE í netskák hefst á á Chess.com í dag. Þátt taka sex lið. Fjögur landslið; Kína, Indland, Bandaríkin og Rússland og tvö úrvalslið; Evrópa og heimsliðið (Rest of the World). Í hverju liði eru sex skákmenn, fjórir karlar og tvær konur. Í hverri umferð tefla 3 karlar og ein kona og þarf að tilkynna liðsuppstillingu hálftíma fyrir umferð. Konurnar mun tefla saman á fjórða borði.

Nánast allir sterkstu skákmenn heims taka þátt að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen undaskildum. Sjálfur Garry Kasparov er liðsstjóri Evrópu.

Evrópa og Rússland mætast í fyrstu umferð í dag. Væntanlega mætast þar MVL og Nepo sem efstir eru í hálfleik á áskorendamótinu í skák. Hvenær sem því annars líkur!

Liðsuppstillingar

Tvær umferðir eru tefldar á dag næstu fimm dagana (5.-9. maí). Tefldar eru atskákir (25+10). Fyrri umferð dagsins, alla dagana, hefst kl. 13 og sú síðari ávallt kl. 14:45. Gefin eru tvö stig fyrir sigur í viðureignum en eitt fyrir jafntefli. Tvö efstu liðin á mótinu tefla svo til úrslita (superfinal) sunnudaginn, 10. maí.

Beinar útsendingar verða á chess.com/tv og verða í umsjón Danny Rensch og Robert Hess og fleiri góðra manna. Útsendingar hefjast ávallt kl. 12:30.

Nánar um þjóðakeppnina í netskák.

- Auglýsing -