Evrópuúrvalið hefur verið að góða hluti í síðustu umferðum. Mynd: Chess24.

Landslið Kínverja og Evrópuúrvalið virðast vera líklegust til að komast í ofurúrslitin (superfinal) sem fram fara á sunnudaginn. Bæði liðin unnu sínar tvær viðureignirnar í gær. Kínverjar hafa 11 stig af 12 mögulegum og Evrópuúrvalið hefur 9 stig. Liðin mætast í sjöundu umferð sem hefst kl. 13 í dag.

Bandaríkin hafa 7 stig og Rússar hafa 5 stig. Stórveldin geta haldið í vonina að komast í ofurslitin á sunnudaginn með hagstæðum úrslitum á lokadögunum tveimur sem framundan eru. Sömu sögu má hins vegar ekki segja um Indverja og Heimsúrvalið sem hafa bara tvö stig. Eru bersýnilega úr leik.

Mótstaflan (eftir 6 umferðir af 10)

Gamli maðurinn, Vishy Anand, beit frá sér þegar hann vann Nepo í aðeins 17 leikjum í gær.

Fjarvera heimsmeistarans Magnúsar hefur vakið athygli. Svo virðist sem Magnús telji sér misboðið að Chess.com hafi ekki haft beint samband við sig heldur látið FIDE sjá um það. Chess.com segir Magnúsi hafa staðið til sömu kjör og öðrum keppendum sem eru að lágmarki 6.000 dollarar (um 900.000 kr.)

Tarjei J. Svensen fer yfir sjónarmið Magnúsar á norska hluta Chess24. Þau snúast líka um það að honum finnst miklu minna spennandi að tefla fyrir Evrópúrvalið en norska lansliðið.

Keppninni er áframhaldið í dag með 7. og 8. umferð.

Nánar á Chess.com. Auk þess má benda á umfjöllun á Chess24.

Tvær umferðir eru tefldar á dag dagana 5.-9. maí. Tefldar eru atskákir (25+10). Fyrri umferð dagsins, alla dagana, hefst kl. 13 og sú síðari ávallt kl. 14:45. Gefin eru tvö stig fyrir sigur í viðureignum en eitt fyrir jafntefli. Tvö efstu liðin á mótinu tefla svo til úrslita (superfinal) sunnudaginn, 10. maí.

Beinar útsendingar eru á chess.com/tv og eru í umsjón Danny Rensch og Robert Hess og fleiri góðra manna. Útsendingar hefjast ávallt kl. 12:30. Vert er einnig að benda á útsendingar Chess24.

Nánar um þjóðakeppnina í netskák.

- Auglýsing -