Ofurúrslit Þjóðakeppni FIDE fara fram á Chess.com. Það verða Bandaríkin sem mæta Kínverjunum í úrslitinum. Það var ljóst eftir spennandi gærdag þar Könunum tókst það sem engum hafði hingað til tekist. Að leggja Kínverjana að velli. Munu þeir endurtaka það afrek í dag?

Fyrir lokaumferðirnar tvær höfðu Bandaríkin eins vinnings forskot á Evrópuúrvalið. Liðin mættust í níundu umferð. Sigur hefði tryggt Bandaríkjunum sæti í úrslitunum en niðurstaðan var tap var staðreynd og Evrópuúrvalið komið í bílstjórasætið. Með 1 stigs forystu og mættu neðsta liðinu, heimsúrvalinu, á meðan Bandaríkin mættu því efsta, Kínverjum. Svo fór að Evrópa gerði bara 2-2 jafntefli við heimsúrvalið og á meðan lögðu Bandaríkjamenn Kínverjana að velli. Liðin komu jöfn í mark á stigum, þrátt fyrir Evrópumenn hefðu unnið báðar innbyrðis viðureignirnar. Bandaríkjamenn fengu hins vegar hálfum vinningi meira og þeir voru því í öðru sæti og Kínverjum að nýju í dag.

Lokastaðan

Nánar á Chess.com. Auk þess má benda á umfjöllun á Chess24.

Beinar útsendingar eru á chess.com/tv og eru í umsjón Danny Rensch og Robert Hess og fleiri góðra manna. Vert er einnig að benda á útsendingar Chess24.

Nánar um þjóðakeppnina í netskák.

- Auglýsing -