Grischuk er hér til hægri. Nepo til vinstri náði sér ekki á strik á mótinu.

Alexander Grischuk vann sigur á mótinu “Teflt fyrir Rússland” sem lauk í gær á Lichess-skákþjóninum. Grischuk vann Vladimir Kramnik í undanúrslitum eftir bráðabana og vann svo Evgeny Tomashevsky örugglega í úrslitum.

Keppendurnir söfnuðu peningum sem runnu til stuðnings baráttunni við Covid-19 í Rússlandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skáksambands Rússlands. Alls söfnuðust 333.000 bandaríkjadollarar eða nærri 50 milljónum íslenskra króna.

Nánar um mótið á heimasíðu FIDE og á Chess.com.

- Auglýsing -