EM í netskák hefst 16. maí. Teflt verður í fimm styrkleikaflokkum.

EM í netskák hófst í gær á Chess.com þegar undankeppni a-flokksins (0-1400 skákstig) fór fram. Um 1500 skákmenn tóku þátt og þar af 17 íslenskir. Barist var um að verða meðal 250 fyrstu manna og það tókst tveimur íslenskum skákmönnum Benedikti Þórissyni (1253) og Janusi Christiansen (0).

Þeir tefla í úrslitakeppninni í sem hefst í dag. Eitthvað var tæknin að stríða mönnum og töluvert mun hafa verið um svindl. Hart var tekið á því og þeim sem að því voru uppvísir var vísað úr mótinu. Gera má ráð fyrri að svindl minnki eftir því sem keppendur verði stighærri og meira rennsli kemst á mótið. ECU getur sett þá sem eru uppvísir að svindli í bann í mótum á vegum ECU í framtíðinni.

Hundrað efstu í úrslitakeppninni geta unnið sér keppnisrétt í næsta flokki (1401-1700) sem hefst á þriðjudaginn.

Skráning í b-flokk lýkur í dag kl. 16. Sjö íslenskir skákmenn eru skráðir til leiks. Nýlegar skráningar gæti vantað.

Skráning fer fram á vefsíðu ECU eða í gula kassanum hér á skak.is. Þátttökugjöld eru 5 evrur (um 800 kr.).

Mótið verður teflt í fimm mismunandi styrkleikaflokkum (miðað við atskákstig FIDE í apríl 2020). Hafi skákmenn ekki atskákstig verður notast við hrað- eða kappskákstig hafi þeir slíkt.

 • a) 1000 – 1400 – 16. og 17. maí
 • b) 1401 – 1700 – 19. og 20. maí
 • c) 1701 – 2000 – 22. og 23. maí
 • d) 2001 – 2300 – 25. og 26. maí
 • e) 2300+ – 29.-31. maí
Helstu upplýsingar um dagskrá, feril mótsins og hvað felst í verðlaununum.

Eftir skráningu verða skákmennirnir meðlimir í ECU Online Central Club og viðeigandi styrkleikaflokki. Mæta þarf tímalega á Chess.com fyrir upphaf umferðar.

Teflt verður eftir svissneska kerfinu í öllum styrkleikaflokkum. Á degi 1 keppa allir sjö umferðir og a.m.k. 250 efstu komast í úrslitakeppni sem fram fer degi síðar. Þar eru tefldar átta umferðir. 100 efstu í úrslitakeppninni komast svo upp í næsta flokk.

Tímamörk í öllum flokkum eru 10+2.

Dagskráin

 • 1000-1400 Undanrásir – laugardaginn, 16. maí, kl. 15
 • 1000-1400 Úrslit – sunnudaginn, 17. maí kl. 15
 • 1401-1700 Undanrásir – þriðjudaginn 19. maí kl. 16
 • 1401-1700 Úrslit – miðvikudaginn, 20. maí kl. 16
 • 1701-2000 Undanrásir – föstudaginn 22. maí kl. 16
 • 1701-2000 Úrslit – laugardaginn, 23. maí kl. 15
 • 2001-2300 Undanrásir – mánudaginn, 25. maí kl. 16
 • 2001-2300 Úrslit – þriðjudaginn 26. maí kl. 16
 • 2300+ Undanrásir – föstudaginn, 29. maí kl. 16
 • 2300+ Undanrásir – laugardaginn, 30. maí kl. 15
 • Úrslit 31. maí kl. 15 – sunnudaginn, 31. maí k. 15

Í flokki skákmanna með 2300 verða tefldar tvennar undanrásir. Í úrslitakeppnina komast þeir 12 sem flesta vinninga fá samtals ásamt fjórum boðsgestum.

Verðlaun

 

- Auglýsing -