Daniil Dubov. Mynd: David Llada, FIDE

Undanfarna tvo daga hefur minningarmót um William Steinitz farið fram á Chess24-skákþjóninum. Þar tefla 10 keppendur tvöfalda umferð – alls átján umferðir. Eftir 12 umferðir er rússneski stórmeistarinn Danill Dubov (2720) efstur með 8 vinninga. Magnus Carlsen (2887) er annar með 7½ vinning  og var alls ekki kátur í lok gærdagsins.

Mótinu verður áframhaldið í dag og hefst taflmennskan kl. 16:30.

Einnig fer fram sér kvennaflokkur. Þar er Kataryna Lagno efst með 8 vinninga. Abdumalik Zhansaya, Tan Zhongyi og Alexandrea Kosteniuk eru í 2.-4. sæti með 7½. Kvennaflokknum er áframhaldið kl. 13 í dag.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -