Fordæmalaus skákungmenni. Mynd: Heimasíða TR.

Engin fordæmi voru fyrir Þriðjudagsmótum í maímánuði nema þann 26. maí síðastliðinn. 17 fordómalausir skákmenn mættu á þetta fordæmalausa skákmót, settu á sig skákskóna og stóðu sig með sóma. Þeir Gauti Páll Jónsson og Símon Þórhallsson stóðu sig best allra og höfðu þrjá vinninga af þremur þegar þeir mættust í lokaumferðinni. Skákin var æsispennandi og skipti nokkrum sinnum um eigendur en lauk með fræðilegri jafnteflisstöðu þegar rykið hafði sest. Lenka Ptacnikova og Oddgeir Ottesen hlutu þrjá vinninga og þrír skákmenn voru með tvo og hálfan. Úrslit og stöðu má nálgast hér.

Ákveðið hefur verið að halda Þriðjudagsmótin út júnímánuð, til að bjóða skákþyrstum upp á “Yfir borðinu” mót að afloknu skákmótabanni. Næsta mót verður því þriðjudagskvöldið 2. júní klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12.

Af heimasíðu TR.

- Auglýsing -