Keppendur í undanúrslitum. Mynd: Chess24.

Átta manna úrslit Lindores Abbey atskákmótsins kláruðust í gær þegar Daniil Dubov og Ding Liren unnu landa sína Sergey Karjakin og Yu Yangyi í loka stutteinvíginu. Þeir mætast í undanúrslitunum en hin viðureignin sem verður á milli Magnúsar Carlsen og Hikaru Nakamura mun væntanlega vekja mun meiri athygli.

Tefld verða stutt einvígi næstu þrjá daga. Tefldar verða fjórar atskákir (15+10) hvern dag og bráðabani ef með þarf. Sá sem vinnur tvö einvígi kemst áfram í úrslitin.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -