Magnús hressir sig við! Mynd: Chess24.

Magnús Carlsen og Hikaru Nakamura eru báðir komnir áfram í undanúrslit Lindores Abbey atskákmótsins. Báðir þurftu þeir aðeins tvö stutt-einvígi til að leggja andstæðinga sína að velli. Carlsen vann Wesley So örugglega og Nakamura vann Levon Aronian sannfærandi. Carlsen og Nakamura mætast í undanúrslitum!

Ding Liren og Sergey Karjakin jöfnuðu hins vegar metin gegn löndum sínum Yu Yangyi og Daniil Dubov og þar verður teflt til þrautar í dag með þriðja stutt-einvíginu. Tefldar verða atskákir (15+10) og bráðabani ef með þarf.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

 

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -