Í fyrradag hófst Ögurskákmót sem fram fer á vef bandaríska skáksambandsins. Það er Skákklúbburinn í Saint Louis heldur mótið. Mótshaldið heitir á ensku Clutch Chess og hefur ritstjóri ákveðið að nota nafnið “ögurskák” eftir samráð við málfarsráðunaut síðunnar.

Áður en farið er í úrslitin er rétt að fara fyrir fyrirkomulag mótsins. Átta skákmenn taka þátt og teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi. Telfdar eru tólf skákir í hverju einvígi með tímamörkunum 10+5.

Skákir nr. 5-6 og 11-12 og er hins vegar skokallaðar ögurskákir (clutch games). Skákir 5 og 6 gilda tvöfalt og skákir 11 og 12 gilda þrefalt. Það eru því 18 vinningar í boði í hverju einvígi. Nú er búið að tefla sex skákir (sem telja sem átta vinningar) í öllum einvígum átta manna úrslita og stöðuna má finna á meðfylgjandi mynd:

Mótið heldur áfram í kvöld. Þá verður tefldur síðari hlutinn (6 skákir – 10 vinningar) í einvígum Carlsen og Xiong og So – MVL.

Nánar um mótið á Chess24.

- Auglýsing -