SKÁKÆVISAGA FRIÐRIKS – Lokun á heillaóskaskrá bókarinnar

0
659

Sérstök athygli er vakin á því að heillaóskaskrá bókarinnar verður lokað á miðnætti í kvöld, 30. júní.

Vinum og velunnurum Friðriks gefst enn  kostur á því  að fá nöfn sín skráð á sérstaka heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – sem birt verður í ritinu.  Unnið er að lokafrágangi verksins, sem er hið vandaðasta og mikið að vöxum, til prentunar í vikunni, svo nú eru allra síðustu forvöð til að setja sig á skrá og senda Friðriki með því heillakveðju og þakka framlag hans til skáklistarinnar.

Bókin, sem skráð er af Helga Ólafssyni, kemur út í október  á vegum Hins íslenska bókmenntafélags í samstarfi við Skáksögufélag Íslands í tilefni 85 ára afmælis Friðriks fyrr á þessu ári. Hún fjallar um Friðrik,  okkar fyrsta stórmeistara, og litríkan æviferil hans með sérstakri áherslu á  glæsileg skákafrek hans  og harðskeytta baráttu á skákborðinu.

Þegar bókin kemur út  stofnast boðgreiðslukrafa í heimbanka fyrir andvirði hennar og kaupendur fá hana heimsenda.

Skrá sig á heillaóskaskránna

- Auglýsing -