Hannes að tafli í Prag. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2542) gerði jafntefli við tékkneska alþjóðlega meistarann Lukas Cernousek (2458) í 2. umferð á alþjóðlegu móti sem fram fer í  Budejovice í Tékklandi. Hannes hefur hálfan vinning eftir tvær umferðir.

Þriðja umferð fer fram í dag. Þá teflir Hannes við tékkneska alþjóðlega meistarann Karel Malinovsky (2459).

Tíu keppendur, og þar á meðal fjórir stórmeistarar, taka þátt og tefla allir við alla. Hannes er fjórði í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -