Alexander Oliver Mai er efstur í áskorendaflokki. Mynd: JOF.

18:00 Sjötta umferð er að hefjast og fjórar umferðir eftir. Nú kemur í ljós hvort einhver getur slitið sig úr hópnum.

19:30

Borð 5: Arnar Milutin Heiðarsson brýst áfram á miðborðinu og Mikael Bjarki Heiðarsson eiga engin góð svör við sókninni 1-0.

Ulker og Gunnar Erik

Borð-7: Gunnar Erik Guðmundsson – Ulker Gasanova : Óvænt mát – skákstjóri hefur aldrei séð svona mát – og sennilega Ulker ekki heldur – henni bregður þegar Gunnar Erik mátar hana upp úr þurru.

Borð 10: Virk taflmennska Matthíasar Björgvin Kjartanssonar með svart færir honum snöggan vinning á Óttar Örn Bergmann Sigfússon 0-1.

Borð 11: Logi Sigurðsson vinnur Sigurð J. Sigurðsson með svörtu 0-1.

Borð 17: Markús Orri Jóhannsson tínir peðin af Björgvini Kristbergssyni og vinnur með hvítu 1-0.

20:00

Borð 12: Ingvar Wu Skarphéðinsson vinnur Adam Omarsson. 1-0.

Borð 13: Hjálmar Sigvaldason leggur Bjart Þórisson. 1-0.

Borð 14: Iðunn Helgadóttir ræður ekki við sókn Jósefs Omarssonar. 0-1.

20:30

Borð 9: Tvísýn skák og vel tefld – Óskar Maggason nær að knýja fram vinning á móti Tómasi Möller. 1-0.

Borð 15: Breiðabliksstrákarnir Guðmundur Orri Sveinbjörnsson og Ólafur Fannar Pétursson gera engin mistök og semja jafntefli. 1/2 – 1/2.

Bord 16: Arnar Freyr Orrason vinnur hrók af Birki Hallmundarsyni. Þá er ekki að spyrja um leikslok. 1-0.

21:00 – 22:40

Borð 1: Sviptinga á fyrsta borði. Oliver vinnur skiptamun af Lenku. En hann hefur sennilega yfirsést millileik og verður að gefa heilan hrók til baka. Lenka er þá riddara yfir og með sterkt frípeð á c4. Getur frípeð Olivers á b5 vegið upp á móti ? – vafasamt. Endar samt með jafntefli og Oliver þurrkar svitann af enninu. Er ekki einu sinni viss um að lokastaðan sé jöfn. 1/2 -1/2.

Borð-2: Óskýr staða og erfið að skilja. Alexander Oliver Mai og Pétur Palmi Harðarson tefla djúpa stöðubaráttu. Siglir inn í drottningaendatafl sem er betra fyrir Pétur. Pétur teygir sig aðeins of langt til að vinna skákina og tapar í staðinn. 1-0.

Halli Bald og Aron Þór

Borð-3: Haraldur Baldursson er klárlega með betra á Aroni Þóri Mai. Haraldur er með peði yfir og samstæð frípeð í c- og d-línunni. Haraldur leikur stöðuna niður í jafntefli. Ótrúlegt. 1/2-1/2.

Borð-4: Ólafur Gísli Jónsson teflir frábærlega í kvöld – hefur byggt upp peðakeðju sem gerir Sigurjóni Haraldssýni lífið leitt. 1-0.

Borð-6: Jóhann Ragnarsson gefur bæði eitt og tvö peð til þess að fá rýmra tafl og taktík á móti Elvari Má Sigurðssyni. En Elvar heldur sálarró sinni, hirðir peðin og kemst inn í betra endatafl. Jóhann gefur eftir 80 leiki. 0-1.

Borð-8: Kristján Örn Elíasson hefur teflt af krafti á móti Benedikt Þórissyni. En Benedikt tekur hraustlega á móti og gæti bjargað hróksendataflinu. Samstæð frípeð Kristjáns gera út um skákina. 0-1.

Tveir menn verðskulda títillinn Houdini í kvöld. Þeir eru Oliver Bewersdorff á fyrsta borði og Aron Þór Mai á þriðju borði. Andstæðingur Arons – Haraldur Baldursson gæti uppfyllt allar kröfur fyrir nafnbótina – Hinn miskunnsami samverji!

Alexander Oliver Mai er einn efstur með 5 vinninga!

Staða efstu manna

 

- Auglýsing -