Í kvöld kl. 18 hefst mót Fischer-slembiskák á Lichess þar sem sjálfur Garry Kasparov er meðal keppenda! Mótið er haldið af Saint Louis-skákklúbbnum. Meðal annarra keppenda má nefna heimsmeistarann sjálfan, Magnús Carlsen, og svo heimsmeistarann í Fischer-slembiskák, Wesley So. Þetta verður í fyrsta skipti síðan í Nasa í Reykjavík árið 2004 að Carlsen og Kasparov tefla saman í skákmóti.

Magnús Carlsen og Garry Kasparov mættust í Nasa árið 2004. Mynd: Morgunblaðið/Ómar Óskarsson.

 

Keppendur mótinu eru: Magnus Carlsen, Garry Kasparov, Hikaru Nakamura, Maxime Vachier-Lagrave, Fabiano Caruana, Wesley So, Levon Aronian, Lenier Dominguez, Peter Svidler og Alireza Firouzja.

Tefldar eru 9 umferðir, 3 umferðir á dag með tímamörkunum 20+10. Taflmennskan hefst kl. 18 í kvöld.

Mótshaldarar nota hið sérkennilega heiti Chess 9LX yfir Fischer-slembiskák.

- Auglýsing -