Skáklíf landands í raunheimum liggur nú niðri fyrir utan Haustmót Skákfélags Akureyrar sem hinir hlýðnu norðanmenn geta haldið. Í gærkveldi var fyrsta netmótið í þessu borðskákhléi haldið Víkingaklúbburinn stóð fyrir hraðskákmóti á Team Iceland á Chess.com.

Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson vann mótið, skákmaðurinn, Gauti Páll Jónsson varð annar og, formaðurinn sjálfur Gunnar Freyr Rúnarsson, varð þriðji. Teflt var 3+0 Arena-mót.

Alls tóku 33 skákmenn þátt. Lokastöðuna má finna hér.

Mótahald heldur áfram í næstu viku á Team Iceland og liggur fyrir að a.m.k. þrjú mót fara fram. Þriðjudagsmót TR fer fram á þriðjudaginn, Geðheilbrigðismót Vinaskákfélagsins og TR á fimmtudaginn og hraðskákmót Víkingaklúbbins á föstudaginn.

- Auglýsing -