Magnús Carlsen lagði landa sinn Aryan Tari að velli. Mynd: Lennart Ootes/Norway Chess.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2863) endurheimti forystuna á Altibox Norway Chess – mótinu með öruggum sigri á landa sínum Aryan Tari (2633) í áttundu umferð í gær. Á sama tíma tapaði helsti andstæðingurinn hans, Alireza Firouzja (2728), í bráðabana á gegn Fabiano Caruana (2828) sem beitti hinu öfluga Fantasy-afbrigði gegn Caro-Kann vörn gegn Írananum unga. Jan-Krzysztof Duda (2757) lagði Levon Aronian (2767) að velli einnig í bráðabana.

Nánar á Chess.com.

Frídagur er í dag. Í níundu og næstsíðustu umferð sem fram fer á morgun mætast Firouzja–Carlsen, Duda–Caruana og Tari – Aronian.

Staðan

Umferðir hefjast kl. 15. Vladmir Kramnik og Judith Polgar eru með skákskýringar.

Fyrirkomulag mótsins

Mótið stendur 5.-16. október. Sex keppendur taka þátt og tefla tvöfalda umferð. Í kappskákinni hafa keppendur klukkustundir á skákina og enginn viðbótartími fyrr en eftir 40 leiki en þá fá keppendur 10 sekúndur á hvern leik. Verði jafntefli verður tefldur bráðabani. Hvítur fær tíu mínútur gegn sjö mínútum svarts. Svörtum dugar jafntefli. Fyrir sigur í hefðbundinni skák eru gefin 3 stig. Fyrir sigur í bráðabana eru gefin 1,5 stig en 1 stig fyrir tap í bráðabana.

- Auglýsing -