Davíð Kjartansson að tafli í Porto Carras. Mynd: Heimasíða mótsins.

Annað mótið í mótasyrpunni Mögnuðum miðvikudögum fór fram á Tornelo skákþjóninum í gær. Alls mættu 18 galvaskir skákmenn til leiks og tefldu 7 umferðir með tímamörkunum 4+2.

Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson vann alla sjö andstæðinga sína og endaði einn efstur með 7/7. Annar varð FIDE-meistarinn Róbert Lagerman með 6 vinninga og í 3.-7. sæti urðu Lenka Ptacnikova, Jóhann H. Ragnarsson, Birgir Rafn Þráinsson, Aðalsteinn Thorarensen og hinn ungi og efnilegi Gunnar Erik Guðmundsson, en öll hlutu þau 4 vinninga. Lenka stóð best eftir stigaútreikning og endar því í 3. sæti.

Veit voru verðlaun fyrir bestan árangur í flokki u/25 og u16 ára, en um var að ræða námskeið frá Evrópska Skáksambandinu (ECU) og komu þau í hlut Gunnars Eriks Guðmundssonar og Benedikts Þórissonar.

Að auki fékk heppinn keppandi bókina um Friðrik Ólafsson, en verðlaunin voru dregin út og komu þau í hlut Stefáns Bergssonar.

Á Tornelo-þjóninum er líkt meira eftir borðskák. Þar er t.d. hægt að kalla á skákstjóra ekki hægt að leika fyrirfram (músaleikni skiptir því mun minna máli en í hefðbundinni netskák). Margir keppendanna voru á Zoom og gátu þess vegna fylgst með andstæðing sínum! Kalla má skákformið þar blendingsskák (hybrid-chess).

Áframhald verður á miðvikudagsmótum a.m.k. á meðan ekki er hægt að tefla fyrir fullorðna í raunheimum.  Ekki er búið að ákveða fyrirkomulag næsta móts en það verður kynnt í tíma.

- Auglýsing -