Skákdagur Íslands fer fram í dag, þriðjudaginn, 26. janúar 2021. Eðli málsins samkvæmt er minna um hátíðarhöld en í venjulega árferði. Engu að síður er ljóst að taflborðin verða víða tekin upp í skólum!
Hápunkturinn að þessu sinni er spurningakeppni sem fram fer á þriðjudagskvöldið í netheimum í umsjón Ingvars Þór Jóhannessonar í gegnum forritið Kahoot. Best er að ná sér í appið í snjalltækjum en einnig er hægt að nota það í gegnum vafra.
Spurningakeppnin er tileinkuð Friðriki Ólafssyni sem einmitt fagnar 86 ára afmæli á Skákdaginn. Sjálfsagt mun Ingvar styðjast við nýlega skákævisögu Friðriks eftir Helga Ólafsson. Ingvar ætlar einnig að skýra sérvalda skák Friðriks.
Fyrirlesturinn og og spurningakeppnin fer fram í gegnum Zoom-forritið og eru allir velkomnir. Best er að tengja sig við Zoom til að fylgjast með Ingvari og spurningunum og nota símann til að svara þeim í gegnum Kahoot.
Þrír efstu frá bókina The Chess Saga of Fridrik Ólafsson eftir Øystein Brekke sem kemur út í febrúarbyrjun í verðlaun. Tveir heppnir keppendur fá einnig bókina að gjöf.
Tengill á spurningakeppnina (verður virkur rétt fyrir kl. 20 í kvöld).