Anish Giri náði forystunni í gær. Mynd: Jurriaan Hoefsmit/Tata Steel Chess

Anish Giri (2764) er einn efstur á Tata Steel-mótinu að lokinni tíundu umferð sem fram fór í gær. Hollendingurinn lagði Pólverjann Radoslaw Wojtaszek (2705) að velli.

Rússinn, Andrey Esipenko (2677), sem telst varla lítt þekktur ennþá, vann Spánverjann David Anton (2679) og er í 2.-4. sæti, hálfum vinningi á eftir Giri. Fabiano Caruana (2823), sem gerði jafntefli við Magnus Carlsen (2862) og Alireza Firouzja (2749) eru jafnir í Esipenko.

Caruana og Carlsen gerðu jafntefli í gær. Mynd: Jurriaan Hoefsmit/Tata Steel Chess

Carlsen er í sjötta sæti 1½ vinning á eftir forystusauðnum sem hann mætir í næstu umferð og fær þar síðasta tækifærið að á vera baráttunni um sigur á mótinu.

Síðasti frídagur mótsins er í dag.

Mótstaflan

Nánar á Chess.com.

- Auglýsing -