Benedikt Briem og Vignir Vatnar þurfa að tefla til úrslita um titlana tvo. Mynd: Ingibjörg Edda.

Í kvöld kl. 19:30 hefst tveggja skáka einvígi um unglingameistaratitil Íslands í skák (u22) sem og Meistaratitil Skákskóla Íslands fyrir árið 2020. Benedikt Briem (1864) og Vignir Vatnar Stefánsson (2314) komu efstir og jafnir í mark og þurfa því að tefla einvígi um titlana tvo.

Tengill á beina útsendingu

Sjá nánar frétt Skák.is um mótið. 

Tefldar verða tvær atskákir (20+5). Verði jafnt tefla þeir tvær hraðskákir (3+2). Verði enn jafnt verður gripið til bráðabanaskákar.

Tengill á einvígið verður bætt við inn í fréttina um kl. 19 og verður einnig birtur á íslenskum skákmönnum á Facebook.

- Auglýsing -